Um Þyngdarlaust flot

Hvað er flot?

 • Flot þerapía er einnig þekkt sem “sensory deprevation” og felur í sér að fljóta í þyngdarleysi í þykkmettuðu vatni af epsom salti, í hreinu og algerlega prívat umhverfi, þar sem allt ljós, hljóð, hitastig og jafnvel þyngdaraflið eru skorin algerlega niður í lokuðum kerjum. Líkaminn dregur úr epsom saltinu, beint inn í gegnum húðina, steinefni og magnesium sem streyma beint inn í blóðrásina og vöðvana. Ávinningurinn af þessari djúpslökun, hvíldinni frá öllu áreiti og bætiefnunum er erfitt að finna annarstaðar, jafnvel í náttúrunni. LINK
 • Yfir 400-500kg af Epsom salti eru í hverju keri sem gerir það að verkum að líkaminn flýtur algerlega áreynslulaust. Þægindin og streitulosunin af þessu einu og sér er næg ástæða fyrir marga til að fljóta.
 • Epsom salt er nánast hreint magnesium, en magnesium hefur þann eiginleika að líkaminn dregur það auðveldlega inn um húðina. Það stuðlar að kalsíumjafnvægi í líkamanum, er streitulosandi, eykur hormónajafnvægi, jafnar blóðþrýsting, og dregur úr hættu á krabbameini og fleiri sjúkdómum.
 • Vatnið í kerjunum er við húðhita svo maður finnur varla hvar líkami endar og vatn byrjar. Herbergin og kerin eru ljós- og hljóðheld svo tilfinningin er líkt og að fljóta um hálfpartinn utan tíma og rúms, en það örvar heilabylgjur ekki ósvipaðar þeim sem heilinn myndar við djúpsvefn, og eru gríðarlega mikilvægar líkamanum. Kerin eru nokkuð stærri en fólk grunar og rúma vel jafnt stóra sem smáa.
 • Margir tala um að tímaskynið fari úr skorðum á meðan á floti stendur, en það getur lýst sér svo að fólki finnst sem örfáar mínútur hafi liðið eða alveg á hinn pólinn að það hafi náð margra klukkutíma svefni. Flestir tala þó um hvíld, streitulosun, innblástur, og ferskleika sem þau hafa ekki fundið annarstaðar.
 • Við höfum þegar notið þess hér hjá Hydra Flot Spa að eignast stöðugan grunn af fastakúnnum sem fljóta með reglulegu millibili, þar á meðal atvinnuíþróttafólk, listafólk, konur á og eftir meðgöngu, yoganemendur og –kennara, fólk sem stundar hugleiðslu og núvitund, sem og mæður og feður, syni og dætur. Líkamlegur og andlegur ávinningur er mjög einstaklingsbundinn og höfum við yndi af því að tala við fólk eftir flot og heyra þeirra upplifun.

Hvar erum við? Hversu langan tíma tekur þetta? Hvað á ég að koma með?

 • Við erum staðsett á Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík, nálægt Hlemmi Mathöll og Lögreglustöðinni. Þú getur séð myndir af húsinu að utanverðu hér GOOGLE MAPS LINK
 • Opnunartími er eftir bókunum, en hægt er að bóka tíma í flot frá 09:00 til 21:00 frá miðvikudegi til sunnudags (lokað á mánudögum og þriðjudögum). Ef þið hafið einhverjar séróskir hafið þá samband við okkur á info@hydraflot.is og við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að mæta þeim og koma til móts við ykkur.
 • Það er gott að mæta tímanlega, en hver tími sem slíkur er um 90 mínútur. Það gefur þér um 15 mínútur til að afklæðast, fara í sturtu og koma þér fyrir ofan í vatninu áður en ljósin slokna og hvíldin hefst. Eftir 60 mínútur kvikna ljósin aftur og þá hefur þú 15 mínútur til að skola af þér saltið og klæða þig eftir flot. Þú þarft ekki að koma með neitt, né fara í sturtu áður en þú mætir.
 • Hvert ker er í einkaherbergi þar sem þú hefur búningsaðstöðu, sturtu og ker algerlega útaf fyrir þig. Sundföt eru valkostur en óþörf þar sem sem enginn mun deila með þér herbergi. Ef þú hins vegar telur þig þurfa aðstoð við að komast ofaní eða uppúr kerinu verður þó að vera í sundfötum svo starfsfólk okkar geti komið inn og aðstoðað.
 • Við útvegum handklæði, einnota eyrnatappa, baðsápu og rakakrem fyrir líkamann eftir flot. Sundhettur og hárþurrka eru einnig til staðar ef fólk vill.
 • Við mælum eindregið með því að forðast örvandi drykki, svosem kaffi eða orkudrykki, fyrir flot.
 • Ef þú hefur nýlega litað á þér hárið þarf að bíða þar til enginn litur sést í vatninu þegar þú þværð það áður en komið er í flot.

Til að fylgjast með fréttum og tilboðum www.facebook.com/hydraflot

Við erum líka á Instagram www.instagram.com/hydraflot