Um CryoAir Andlitsmeðferð

Hydra og CryoAir - Kostir Náttúrunnar... Styrktir.

Við hjá Hydra Flot Spa bjóðum viðskiptavinum okkar nú upp á CryoAir Andlitsmeðferðir, en um að ræða andlitsmeðferð sem gefur frískandi útlit og ljóma í andliti ásamt því að örva kollagen í húðinni. Einnig má nota svæðisbundna kuldameðferð við verkjum.

Um CryoAir Andlitsmeðferð

CryoAir Andlitsmeðferð nefnist svo vegna notkunar á kulda í læknisfræðilegum tilgangi. Við vinnum eingöngu með Mecotec, rótgrónu þýsku fyrirtæki sem hannar búnaðinn á þann hátt að einungis kalt loft er notað til kælingar og eru engin skaðleg efni eru notuð í ferlinu. Við erum stolt af því að bjóða upp á umhverfisvænar CryoAir meðferðir knúnar með grænni orku og hreinu íslensku lofti. Rétt eins og með flotið og allar þær meðferðir sem við bjóðum upp á þá stendur Hydra Flot Spa fyrir því að styrkja kosti náttúrunnar.

Íþróttafólk og sjúklingar:

CryoAir Andlitsmeðferðin hefur verið notuð af íþróttafólki og sjúklingum í evrópskum heilsu meðferðum um áratuga skeið og eru til fjölmörg dæmi um ávinninga hennar. 

CryoAir andlitsmeðferð:

Hvert skipti tekur í kringum tuttugu mínútur og á meðan meðferðin fer fram bjóðum við þér að slaka á í þýska nuddstólnum okkar frá Svefn og Heilsu. Fyrst er húðin hreinsuð, svo er köldu lofti blásið á hana með ákveðnum hætti og að lokum berum við djúpnærandi rakakrem á húðina. Allar húðvörur sem við notum eru frá breska hágæðamerkinu Crystal Clear sem eru sérvaldar vegna þess hvað þær vinna vel með kaldloftsmeðferð og hafa þessar vörur víða verið notaðar samhliða CryoAir í 15 ár.

Kostir CryoAir andlitsmeðferðarinnar eru fjölþættir. Hún hægir á öldrun húðar, dregur úr bólu- og hrukkumyndun, vinnur á bólgum í kringum augun og dregur úr myndun bauga. Köldu lofti er blásið á sitthvorn helming andlitsins í tíu mínútur í senn og verður þetta til þess að heilinn setur af stað ferli sem græðir húðina.

Þessi skyndilega hitabreyting verður til þess að súrefnisríkt blóð streymir til andlitsins og hjálpar mikið við bataferli húðarinnar. Blóðflæði til andlitsins eykst, kollagen framleiðsla örvast í undirlagi húðarinnar og verður til þess að húðin er stinnari, mýkri og unglegri.

Til að fá sem mestan árangur mælum við með að byrja á því að koma tvisvar í viku í 5 vikur (10 skipti) og svo einu sinni í mánuði eftir það.