COVID, HREINLÆTIS & SÓTTVARNA TILKYNNINGAR

 

Hreinlæti, hreinlætisaðstaða og hrein einangruð reynsla hefur alltaf verið hluti af markmiði okkar og eru sérstaklega mikilvæg á þessum COVID-tímum. Hér eru nokkrir þættir í rekstri okkar sem geta hjálpað þér að ákveða hvort Hydra Flot sé staðurinn fyrir þig til eyða tíma utan heimilisins til endurnýjunar og endurhleðslu:
 
Hver viðskiptavinur hefur sitt einka flotherbergi. Hvert herbergi er útbúið flothylki og sturtu bara fyrir þig.
Hver viðskiptavinur þarf að fara í sturtu með sápu fyrir og eftir flot.
Það eru spritt vélar í hverju flotherbergi.
Viðskiptavinir geta tekið með sér handklæði ef þeir vilja, eða notað handklæðin okkar og nýja eyrnatappa sem fylgja.


Hvert flotherbergi hefur aðskilið loftræstikerfi. Loftið í hverju herbergi blandast því ekki við önnur herbergi.
Vatnið í flothylkjunum er síað 4 sinnum eða oftar á milli viðskiptavina.


Flothylkið og vatnið eru hreinsuð með UVC ljósi, vetnisperoxíði, virku súrefni sem og síað með silfri og 1 míkron síu.
Við hvetjum viðskiptavini til að mæta ekki snemma eða dvelja lengi eftir að floti lýkur, til að lágmarka umferð í anddyri. Andlitsgrímur og spritt er í boði fyrir alla viðskiptavini. Það eru nú þegar 15 mínútur fráteknar fyrir og eftir flot fyrir sturtu og fataskipti.


Mundu: þú þarft ekki “að taka neitt með þér” – þar á meðal sundföt (einkaherbergi og sturtur) – og við mælum með að þú forðist koffín og önnur örvandi efni áður en þú flýtur.
 
Markmið okkar er að veita öruggan og hreinan stað fyrir viðksiptavini okkar. Við hvetjum alla til að fylgja ávallt tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis og sýna skynsemi. Allar spurningar eða athugasemdir eru velkomnar með tölvupósti á [email protected] eða í síma 415-4455.