Kæru flotvinir – við erum með opið fyrir bókanir í flot eingöngu (ekki í andlitsmeðferðir eða nuddstólinn) til 5. nóvember. Notið kóðann FLOTFAN25 til að fá 25% afslátt af bókunum fyrir 11. nóvember.

Vinsamlegast takmarkið dvölina og hvorki mætið snemma né staldrið við eftir að tíma líkur, til þess að fyrirbyggja að fólk mætist í móttökunni. Herbergi og flothylki eru sótthreinsuð milli viðksiptavina sem hér segir www.hydraflot.is/covid og tekur mið af settum reglum af yfirvöldum www.covid19.is


Hydra float spa er opið fyrir bókanir mið-sun. Tímabókanir (með eða án aðildar) og verð má sjá hér.

Hydra er opið og býður upp á 3 einstaklings flotherbergi, CryoAir andlitsmeðferðir og áhrifaríkan þerapíu nuddstól. Skoðaðu lausa tíma og bókaðu núna eða gefðu gjafabréf sem fullkomna gjöf. Engin þörf er á að koma með neitt með þér! Fullkomið fyrir þreyttan huga og líkama – eða til að endurhlaða, virkja skapandi hugsun eða frammistöðu.

Þyngdarlaust flot (vegna 30% epsom saltinnihalds vatnsins) er vinsælt fyrir alla aldurshópa og rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif þess, en meðal annars dregur það úr bólgu, eykur magnesium í líkamanum gegnum inntöku á húðinni, gefur djúpa andlega hvíld og hefur jákvæð áhrif gagnvart kvíða og streitu.

Komdu og endhurhladdu sjálfa/-n þig, hvort sem er ein/einn eða með maka/vin. Við minnum á að mánaðarleg aðild er hagstæðasti kosturinn og veitir mesta ávinninginn og fríðindin. 

Við erum nú að byggja nýja vefsíðu okkar, en þú getur alltaf haft samband hvenær sem er með spurningar á tölvupósti, í síma (415-4455)